Ég var að prufa að senda myndir í framköllun í gegnum forrit hjá Pixlar á laugardaginn og fékk í lokin einhver villuskilaboð þannig að það var eins og myndirnar hefðu ekki farið í gegn.
o jæja ég vissi reyndar að það þýddi ekkert að reyna að hafa samband við fyrirtækið eftir að ég fékk þessi skilaboð enda kl langt gengin í kvöldmat! *hah*
aníhú ég sendi þeim tölvupóst í morgun til þess að ath hvort það hefði komið í gegn.. heyrðu ég bjóst ekki við því að mér yrði svarað STRAX en svo varð raunin. Heyrðu gott betur en að mér hafi verið svarað strax heldur tók maðurinn það fram í meilinu að myndirnar væru tilbúnar *jeij*
Þetta kalla ég sko góða þjónustu 🙂
fór svo núna í hádeginu og nálgaðist myndirnar… 16 myndir á 720kr.. ekkert svaðalegt það… í þokkabót þá ætla ég sennnilegast að “eyðileggja” 3 til 5 þeirra á einhvern máta á þriðjudaginn í næstu viku *múhahah* það er svona að fara á Scrappnámskeið *ahah*
Ég allavegana segji “thumbs up” fyrir Pixlar 🙂