Við erum búin að eiga yndislega viku að Eiðum rétt fyrir utan Egilsstaði.
Brölluðum ýmislegt á þessari viku, fórum meðal annars í göngu upp að Fardagafossi á afmælisdaginn minn.
Oliver gerði nær daglega tilraun til þess að draga eitthvað upp úr Eiðavatni en því miður þá var það eina sem hann veiddi spúna frá öðrum sem gert höfðu sömu tilraunir áður.
Keyrðum á Borgarfjörð Eystri þar sem við gerðum örtilraun til þess að kíkja á nokkra Lunda en þeir fáu sem voru eftir voru ekki alveg til í það að láta sjá sig.
Toppurinn held ég samt að hafi verið gangan að Stuðlagili – þvílík fegurð! Dáleidd að undrum náttúrunnar! Verðlaunuðum okkur í kjölfarið með því að skella okkur í “sund” í VÖK.
Sigurborg & Tobbi stoppuðu hjá okkur í mat í hringferðinni sinni og við hittum Gunnar & Evu á tjaldstæðinu við Lagarfljót áður en við lögðum af stað heim á leið með viðkomu á Mývatni.