Ég og Iðunn fórum í smá heimsóknarferð síðasta laugardag.. vorum alveg ofsalega duglegar og heimsóttum m.a. Ikea, Kolaportið & Kringluna.. jájá ofsalega duglegar að labba um og eyða litlu *smæl*
Ég verð að viðurkenna að ég sakna gamla Kolaportsins, þ.e. Kolaportsins sem var actually í Kolaportinu! það var mun meiri stemning í að fara þangað heldur en í þennan risa.. og ekki nóg með það heldur eru aldrei allir básarnir fullir þarna… og líka orðið að svona “fasta” básum hjá mörgum… bara litil helgarKringla eða e-ð. Sömu videoin, sömu kínakjólarnir, sömu sólgleraugun, bækurnar og frímerkin hjá sömu sölumönnunum… já og ekki má gleyma lakkrísnum en sko hann má ekkert fara! hann er partur af Kolaportinu sko, þ.e. lakkrísinn & kókosbollurnar *namminamm*
Ikea fékk veglega úttekt á hinum ýmsu stöðum… sófarnir prufaðir, áklæðin þreifuð og svo frv… merkilegt hvað það er samt mikið af pirruðu fólki á ferðinni þarna inni…. varð ítrekað vör við það að fólk var hreinlega að keyra utaní mig með kerrunum… nokkrumsinnum keyrt fast á hælana á mér *áwi* ekkert gaman að vera í Ikea þegar þar er pirrað fólk.
Krenglan fékk álíka úttekt nema að þar ákváðum við að gerast svo djarfar að prufa beygluhúsið, aka The Bagel House… alveg hreint frábær Beygla sem ég smakkaði þar… vá *nammi*
kostir: hrikalega gott, ekki skemmir að þetta er hollt ogggg já gott!!!
ókostur: dýrt, sérstaklega miðað við það að lítil beygla er minni en 6′ sub
góður dagur takk Iðunn 🙂
annars eftir þetta þá langar mig í beyglu!!!! gad damn it!