Ég dró Leif í labbitúr í gærkveldi, ekkert smá notalegt að labba eftir göngustígunum hérna í vesturbænum og varla sjá hvað er framundan.. vill til að sú leið sem við löbbuðum fyrst þekki ég eins og handabakið á mér þar sem ég labbaði hana daglega frá því að ég var í 2 bekk og þar til ég lauk 7 bekk
Allavegana mér brá dáldið við að sjá að það var hópur af strákum að spila fótbolta úti á KRvelli… hvernig ætli það gangi fyrir sig?
ætli þeir kalli “Jói ég ætla að senda boltann á þig, hvar ertu eiginlega?”
Hvernig ætli það virki að vera í marki ? meina þú sérð ekki yfir völlinn… ætli maður sjái ekki bara rétt þegar boltinn er á leið í netið eða í andlitið á manni *heh*
Stóð samt við það og tók nokkrar myndir… merkilegt nokk samt hvað myndir teknar í þoku eru miklu flottari í Sepia eða Svarthvítu heldur en í lit.