það er víst hægt að segja það… öll fríðindi jólanna eru búin 😥
o jæja… fyrsti dagurinn í vinnunni er á morgun, væri alveg til í að fá 1 -2 daga til viðbótar til þess að kúrast upp í rúmmi, klára Belladonna skjalið (ég hef ekkert getað lesið út af kvefinu *grát*), knúsa karlinn minn dáldið meira og svo framvegis.. hann er nefnilega að svindla og fær alla þessa viku í frí líka 🙁 EN ég verð víst að sætta mig við það.
Annars þá verða næstu vinnuvikur vonandi annsi fljótar að líða þar sem það verður frekar lítið að gera í þessari viku,í næstu viku fæ ég að stela mér smá vinnutíma í annað OG í vikunni þar á eftir verð ég bara að vinna í 3 daga þar sem ég fer til LONDON… ví ég er orðin alltof spennt fyrir þá ferð… held samt að Leifur sé að fara fram úr mér því að hann er búinn að vera að skoða einhverjar bækur sem foreldrar hans eiga um London og mér skilst að hann sé kominn með þéttskrifað A4 blað með upplýsingum um það sem hann vill fara að sjá 🙂 kjútípæið mitt.