Ég er að gæla við þá hugmynd að það sé leynilegt reikningslaust kreditkort inn í lyklaborðinu mínu… eða allavegana að ég fengi ekki reikninginn á bakvið það kort.. heldur bara lyklaborðið sjálft sko… afhverju ? jú sko það er nefnilega svona takki á lyklaborðinu sem á stendur “Shopping“… er það ekki hálf sjálfgefið að sá takki sjái um að borga fyrir vörurnar líka ? mér fyndist það… ef að lyklaborðið býður upp á þann möguleika að fara í verslunarferð þá finnst mér að það ætti að borga fyrir verslunarferðina líka.. væri það ekki bara ósköp lógíst og þægilegt… versla og versla og versla og borga barasta ekkert fyrir *jeij*
já maður má lifa í draumaheimi stundum…
sérstaklega þegar manni langar alls ekkert að vera í vinnunni :o)