Það er einhver leikur í gangi á facebook þar sem maður á að lista upp þau bæjarfélög sem maður hefur búið í.
Fær mig til þess að hugsa út í þá fastheldni sem ég hef búið við. Hef bara búið á 2 stöðum með foreldrum mínum – við Leifur búið saman á 3 stöðum og ég á ekkert endilega von á að við færum okkur neitt fyrr en við erum orðin gömul og grá og nennum ekki þessum stigum lengur.
Listinn minn lengist vissulega ef ég set inn þessi skipti sem ég bjó hjá Ástu frænku í ameríkunni 😉 þykir í dag óendanlega vænt um þá tíma.
Minn listi er á þessa leið með dvölinni hjá Ástu :
- Vogar á Vatnsleysuströnd
- Reykjavík – Framnesvegur
- San Antonio Texas
- Reykjavík – Framnesvegur
- Holte, Danmörk
- Reykjavík – Framnesvegur
- Reykjavík – Hvassaleiti
- Reykjavík – Kambasel
Það fáránlega er náttrúlega sú staðreynd að þrisvar í þessari upptalningu er sama heimilisfangið 😉