Síðustu mánuðir hafa verið skrítnir og erfitt að hafa ekki getað stutt þig 100%.
En þessi kjarnakona hefur tekið þessu verkefni með því æðruleysi sem henni er einleikið.
Að greinast með frumubreytingar í “saklausri blöðru sem hverfur á nokkrum vikum”* var bara verkefni sem hún fékk úthlutað í haust og að takast á við 2 aðgerðir á stuttum tíma og í kjölfarið geislameðferð í miðju COVID fárinu var bara það næsta sem gera þurfti í hennar huga <3
Þvílík fyrirmynd sem ég á!
Það er ekkert lítið sem ég er fegin því að hafa getað fylgt henni í gegnum öll viðtölin við læknana, vera með henni í niðurstöðuviðtölunum áður en COVID óskapnaðurinn gekk í garð því það er ekki víst að ég hefði fengið að fylgja henni í þessa læknatíma þar sem fólk var vinsamlegast beðið um að koma eitt í tíma inn á spítalann.
*í ágúst 2018 fann mamma blöðru í brjóstinu sem eftir skoðun hjá Krabb kom fram að væri “bara vökvafyllt blaðra” sem myndi eyðast að sjálfu sér á smá tíma. Eftir árið var blaðran enn til staðar og mamma fékk nýja tilvísun á Krabb frá heimilislækninum okkar. Þar var ákveðið að þar sem blaðran væri búin að vera svona lengi að hún yrði fjarlægð í smá aðgerð, nálarsýni var tekið og sent í ræktun sem sýndi smávægilegar frumubreytingar í blöðruhimnunni, mjög staðbundið og “ekkert mál”. Mamma fer í aðgerð nokkru síðar þar sem blaðran er tekin. Þegar blaðran er rannsökuð frekar kemur í ljós að sá sem tók nálarsýnið fór ekki nógu langt inn í blöðruna þar sem í kjarna hennar kom í ljós að í kjarnanum voru meiri frumubreytingar og af “verri” gráðu, hægvaxta þó en ef ekkert hefði verið gert hefði þetta geta þróast til verri vegar.
Mamma fer í aðra aðgerð í byrjun janúar til þess að taka eitla í holhönd svo hægt væri að sjá hvort þessar illkynja frumur hefðu verið farnar að spíta út frá sér en sem betur fer kom ekkert þar út. Geislameðferð í byrjun mars sem gekk alveg smurt og nú er bara uppbygging á þreki og loka þessum kafla þar sem mamma telst í dag krabb frí 🙂 og var það í raun um leið og blaðran var tekin í lok nóvember EN ferlið í kjölfarið, geislarnir og eitlatakan ásamt lyfjameðferð næstu 5 árin (töflumeðferð) er fyrirbyggjandi meðferð og stöðluð meðferð við brjóstakrabbameini.