Jarðaberjaplöntur í sumar Posted on 09/09/202004/01/2021 by Dagný Ásta Ég er búin að vera að taka myndir öðru hvoru í sumar af jarðaberjaplöntunum mínum, þær komu svo ótrúlega flottar undan vetri. 9 maí 9. maí Þessar eru aldeilis að koma flottar undan vetri 🥰 30 maí Þær eru heldur betur að taka við sér í góða maí veðrinu. Verður áhugavert að sjá hvernig framvindan verður <3 1 júní Það er ekkert lát á blómaframleiðslunni – þetta verður eitthvað 3 júní einn til! 9 júní ó mæ ég sé einn knúmpinn byrja að springa út. og plönturnar komnar á fullt líka að reyna að fjölga sér! Þar sem við erum á leið í framkvæmdir hérna megin við húsið er ég pínu hrædd um að jarðaberin fái ekki að njóta sín sem skyldi. 16 júní Hér er allt að byrja að blómstra! 19 júní vá mér sýnist sem svo að allir knúmparnir ætli að opnast *jeij* Ég held að þetta sé það mesta sem ég hef séð í þessum pallaræktunarferli sem ég hef átt undanfarin 7 ár. 23 júní 18 júlí 20 júlí 27 júlí jiminn hvað þetta er spennandi – ok fyrir mig en hérna ekkert endilega fyrir aðra *haha*get varla beðið eftir því að koma kerinu í almennilega sól aftur, þá fara hlutirnir að gerast! 15 ágúst þessar móttökur voru nú ekki af verri endanum þegar við komum heim úr rúmlega viku fríi! gómsæt jarðaber biðu okkar 🙂 21 ágúst og enn bætist í gleðina – bragðgóð og dásamleg jarðaber. Previous Next