vá hvað ég er þreytt og asnaleg…
sem er kannski ekkert skrítið miðaðvið útstáelsið á manni síðustu daga þannig að hérna kemur smá helgarskýrsla.
Fór á föstudaginn með Leifi í partý til vinar hans sem ákvað að hóa ÖLLUM sem hann þekkir í partý áður en hann fer aftur “heim” til Þýskalands… úff þvílíkur fjöldi af fólki, mjög ólíku fólki. Fyndið að rekast á gamla kunningja úr Verzló (eða ætti maður kannski að segja fólk sem maður sá á göngunum þar sem ég var soddan veggjatítla & ekki “inn” á marmaranum). Fékk loksins að hitta nokkra gamla vini hans sem hann er ekki neitt alltof miklu sambandi við… sennilegast vegna þess að margir hverjir búa ekkert á landinu… sbr Annska
Alveg hreint ágætis kvöld þar á ferð… þó svo að maður hafi uhh bara þekkt Leif það er alveg ágætis ágætt stundum… fékk reyndar að heyra að það væri gaman að fylgjast með blogginu mínu þar sem ég skrifa daglega *hmm* gaman að því Hæ Arndís
Eltum fólkið svo hálfa leið niður í bæ… vorum ekki alveg að nenna í miðbæjinn þannig að við stoppuðum bara í Álfheimunum.
Gærdagurinn/kveldið var líka planað í svona fögnuð… fyrst var það BBQ ala Lelli, drengurinn býr til alveg snilldar HUGE hamborgara, takk fyrir mig Lelli! Úr BBQinu fórum við í Áramótapartý til Iðunnar… þvílík snilld sem það var skemmti mér alveg konunglega í söngpartýi ársins, tja það sem komið er af því.. geri fastlega ráð fyrir því að þeim eigi ekki eftir að fækka
Þetta partý var annsi vel heppnað og ef einhver skemmti sér ekki vel well þá er sá hinn sami bara partypoopeeeer! nei ég segji svona
Iðunni tókst líka að vera með svona vel hrisssssssssstan hóp… you know shaken not stirred, en hópurinn var ss sambland af æskuvinkonunum, netnörrunum & Leifunum *heh*
Eftir að hafa fengið bank í gólfið um 1 leitið undir tónum SÓDÓMA sem var kannski sungið eilítið of hátt þá var ákveðið að skella nokkrum vögguvísum í loftið til þess að róa nágrannana og skunda svo í bæjinn. Vorum reyndar bara 5 sem héldum í bæjinn, Kristín ákvað að elta fólk á Hressó en við hin fórum á Döbliners þar sem ég rakst á Geira og nýju frúnna hans… well fínt að hafa loksins andlit við nafn sem maður er búin að heyra nokkuð oft
Iðunn er búin að setja sínar myndir á netið, ætla mér svo að stela Leifs myndum og setja á netið líka