afhverju er það “hefðbundið” svar hjá manni þegar einhver spyr mann hvað sé að frétta þá segjir maður “bara mest lítið” eða “alltaf sama rútínan, vinna, borða, sofa” eða what ever í þá áttina… allavegana manni finnst yfirleitt sem ekkert sé að gerast hjá manni… var t.d. að tala við eina vinkonu mína áðan sem ég hef ekki heyrt í síðan fyrir helgi (jájá rosalega langt síðan). Við komum auðvitað báðar með þessa klassísku spurningu… hvað er að frétta af þér & þínum?
báðar með klassískt svar “bara allt gott… voðalega lítið að gerast eitthvað” en svo þegar maður fer að spjalla meira þá kemur ýmislegt annað í ljós…
æj maður er bara svo fastur í því hvað maður lifir óspennandi lífi… eða mér finnst það oft, þótt mér þyki kannski ýmislegt spennandi út af fyrir mig þá held ég oftar en ekki að “Jóni & Gunnu” finnist það annsi lítilfjörlegt og lásí…