Það eru skrítnir tímar framundan, alveg óhætt að segja það.
Í byrjun vikunar byrjaði Heilsugæslan að skipta starfsfólki sínu í 2 hluta, 1/2 inni á stöð og hinn að vinna að heiman.
Þetta hafa verið vægast sagt skrítnir dagar og hef ég verið bókstaflega úrvinda eftir daginn, mætti halda að ég væri að vinna erfiða líkamlega vinnu en svo er ekki, það er bara hausinn sem er alveg í ruglinu vegna áreitis og að halda skrilljón boltum á lofti til þess að geta hjálpað öllum hinum í vinnunni að hjálpa skjólstæðingum sínum.
Það bætir svo í þegar krakkarnir eru heima líka – síminn minn stoppar ekki og þess á milli er kallað “maammmaaaaa” – sem betur fer er SÁ í forgangshópi og fær að vera í skólanum alla daga en Ása og Olli eru annan hvern dag í ca 2 tíma.
Í dag fengu þau verkefni sem leynist á myndinni hér að ofan. Oliver bakaði kanilsnúða á meðan Ása Júlía græjaði bananabrauð sem rann ljúflega niður í kaffinu í dag.