Oliver átti að taka þátt í sundmóti um helgina sem fór ekki alveg á þann veg sem búist var við.
Þannig er að hann og vinur hans voru eitthvað að fíflast eftir æfingu í gær og ákveður vinur hans að lyfta honum upp og þar sem þeir eru auðvitað báðir rennandi blautir og bara á sundskýlunum og í þokkabót lét Oliver eins og honum einum er lagið eins og Ormur í höndunum á vini sínum þá rann Oliver úr höndunum á honum og lenti á öxlinni beint á stéttinni.
Þeir brugðust samt rétt við og Oliver fór beint í kalda sturtu og lét buna vel á öxlina. En hann er vel skrapaður á handleggnum eftir saltið.
Oliver treysti sér í að mæta í morgun samt en eftir upphitunina ákvað yfirþjálfarinn að Oliver fengi ekki að taka þátt vegna verkja sem hann fékk í öxlina – Hressandi!