það er barasta verið að bjóða manni nýtt djobb eða meira svona aukadjobb… nýtt fyrirtæki sem er að koma undir sig fótunum vantar starfsfólk í kynningar í heimahúsum… ööh okey.. ég er bara svo innilega ekki manneskja í því að standa fyrir framan hóp af fólki og blaðra, sama hvort ég þekki það eða ekki..
Allavegana einn góður kunningi minn er að koma þessu fyrirtæki á fót og var að segja mér svona upp og ofan af þessu… og í leiðinnni spurði hann mig hvort ég myndi ekki hafa áhuga á að taka svona kynningar að mér… jæja já.. ég gæti kannski verið í skipulagningu svona kynninga jájá en sko þessar tilteknu vörur… æj ég veit það ekki… not qute me. myndi samt ekkert vera á móti því að fara Á kynningu, held að það væri bara gaman… sérstaklega í rétta hópnum *hehe*
Reyndar er kappinn ekki með neina eina teg af vörum, heldur allskonar!!! föt, heimilistæki og bara allskonar… hann t.d. sýndi mér ferða DVD spilara um daginn sem hann er með umboð fyrir… helv. nettur, ekki beint ódýr heldur en ódýrari en margir aðrir (ca 30-35þ)
aníhú djobbið felst í því að vera með heimakynningar á “heimaleikfimisdóti” … sjáiði mig ekki í anda!!! *hahah*