mig langar að prufa að fara á “scrapp” námskeið…
svona til þess að ath hvort þetta sé e-ð sem ég gæti týnt mér í *hóst* mjög líklegt reyndar sýnist mér á öllu saman… held að það væri allavegana gaman að prufa að fara á svona námskeið, gera eina síðu og sjá hvort þetta heilli
Fann byrjendanámskeið hjá Föndru sem verður þann 1 feb. kostar 2200kr og maður þarf bara að koma með nokkrar myndir (1 til 5) & góð skæri… fær afnot af öllu öðru…
Námskeiðslýsingin er svona á síðunni þeirra:
Scrapbooking #1 Þriðjud. 1.feb.
Ikr2,200.00
Mjög gott undirstöðu-námskeið í þessu vinsæla föndri.
Kl:19-21
Koma með góð lítil skæri og nokkrar ljósmyndir !
Farið verður í undirstöðuatriðin í “Scrapbooking”, eða föndruðum myndaalbúmum.
Kynntar verða helstu reglur og venjur. Gerð verður 1, 12×12″ síða.
Innifalið er kennsla, 1 plastvasi, 1 örk af 12×12″ pappír, lím og afnot af skerum og
áhöldum.
Leiðbeinendur: Elna Kristjánsdóttir, Guðbjörg Ingólfsdóttir og Steinunn Randversdóttir.
Endilega ef einhver hefur áhuga… láta mig vita ASAP