æj hvað ég vildi óska þess eð þessi helgi væri 1 degi lengri… hefði allavegana ekkert á móti því… EN reyndar þá styttist óðum í að ég stingi þennan yndislega klaka af og skelli mér í Lundúnaborg, vona bara heitt og innilega að við tökum ekki snjóinn með okkur… hann má alveg verða eftir hérna á klakanum…
Ég get ekki sagt að það hafi mikið orðið úr þessari helgi þar sem ég var í hálfgerðu letilífi alla helgina. Fór í “shoppingspree” í Skólavörubúðinni í gær… datt niður á nokkrar pakkningar af töff pappír sem ég get notað í kortaföndrið mitt *jeij* fyrir því.
Vinahópurinn hans Leifs tók sig svo til og hittist í gærkveldi, Sverrir tók að sér hlutverk kokksins og skellti í Lasanja handa liðinu *hrós* fyrir kokkinn
Kíktum á söfnunina og krítiseruðum hana alveg niður fyrir allt..
t.d. fannst okkur (ok stelpunum) asnalegt að láta Loga & Svanhildi vera saman svona á skjánum, æj ég veit að þau eru voða happy og allt það en það vita allir hvernig það samband byrjaði. Svo talaði Villi alltof alltof hratt.. engin leið til þess að skilja manninn!! og það var e-ð eitt enn sem ég man ekki… en græni kjóllinn var flottur!!!!
OG ekki má gleyma því að hann sýndi okkur nýjasta gripinn í safninu sínu.. djass gítar.. annsi nettur og ofcoursemyhorse var spilað á hann nokkur lög.
Ég setti myndir kvöldsins hingað inn
Í kvöld er svo stefnan tekin yfir á Lágholtsveginn til Lilju & BÓL. Planið er að hittast og vígja nýja eldhúsborðið hennar Lilju í spilamennsku.. það vantar bara Sirrý aðal spiladrottningu vinahópsins… Við verðum allavegana 3 í kvöld.. Ég, Lilja & Eva