ég ætlaði aldrei að geta sofnað í gærkveldi… lá bara upp í rúmmi og hausinn á endalausum þeytingi… hingað, þangað og hreinlega út um allt! en samt ekki…
Málið er að L er að fylla út umsókn í skóla í DK… skóli sem hann hefur í raun dreymt um að fara í frá því að hann hóf nám í verkfræðinni.
Hausverkurinn er með þetta innihald:
á ég að fara með honum?
á ég að vera heima?
eigum við eftir að vera saman þegar að því kemur að hann fer?
og allt þar fram eftir götunum…
Ég veit að það er ofboðslega auðvelt að segja “skelltu þér með honum, frábær lífsreynsla… ”
jaríjaríjarí blah!
Ég hef heyrt þetta allt.. en samt! Ég veit það alveg að það er sniðugt að prufa að búa í öðru landi, mjög sniðugt! Ég veit það líka að þetta er mjög gott tækifæri… gæti alveg fundið mér vinnu eða fjarnám eða hreinlega skóla þarna úti sem ég myndi vilja fara í… Ég er bara einum of vön fjárhagslegu öryggi held ég allavegana.
Þó svo að ég sé ekkert með nein brjáluð laun þá eru þau alveg nóg til þess að standa undir mínum útgjöldum hver svo sem þau eru. Á líka að geta keypt mér “hús, bíl og íbúð” eins og sungið er í laginu… ég er allavegana með meira af aurum á milli handanna en margur einstaklingur/pör sem þarf/þurfa að borga af húsnæði og sjá fyrir fjölskyldu.
Svo var líka smá stressi í gangi í gær… L hefði þurft að klára að velja sér kúrsa og klára umsóknina eins og hún leggur sig í gær… en við þurftum líka að klára að fara yfir pappírana okkar… sjá til þess að allt væri OK, passar, gjaldeyrir og allt væri reddí! Þannig það var allt í einhverjum helv hnút í gærkveldi… náðum samt að klára það sem við þurftum að klára.. L náði líka á kennarann sinn sem var reyndar búinn að tala um að sækja um frest fyrir hann varðandi umsóknina og L fékk að vita það núna í hádeginu að það hefði gengið eftir… hægt að anda aðeins léttar.
æji svona óöryggi er bara nokkuð sem býr til hnúta í mínum malla… ég þoli ekki óöryggi af þessu tagi… taka ákvörðun um svona val sem verður í raun ekki að veruleika fyrr en í ágúst! það er rúmt hálft ár! En því fyrr sem ég tek ákvörðun um þetta því betra… þó svo að við gætum alveg sætt okkur við hvernig húsnæði sem er til þess að byrja með þá er auðvitað sniðugara að leita eftir einhverju strax sem við gætum hugsað okkur að búa í þann tíma sem hann verður í námi. ss frá ágúst ’05 og út júní ’06 (að ég held). EN það er náttla ekkert svakalega auðvelt að finna húsnæði í Köben eða á því svæði.
Elsku Guðbjörg frænka hvernig fórst þú að þessu!!!! Þið höfðuð þó árið á okkur 😉 og nei brullaupið er ekki á planinu hjá okkur 🙂