Mamma var að segja mér frá því að það væri búið að ákveða ættarmót hjá familiunni hans pabba 🙂
Reyndar var það einn af bræðrum hans pabba sem stakk upp á þessu og sendi línu með í öll jólakortin um síðustu jól *Heh* Málið er að Steini afi hefði orðið 100 þann 4 ágúst síðastliðinn og Þura amma hefði orðið 100 ára þann 29 ágúst næst komandi. Allavegana það verður bara gaman að hitta þetta lið 🙂 hittumst alltof sjaldan.. enda stór hópur!!! Við vorum að telja þetta saman um daginn ég ma&pa fyrir Leif (hann bað mig reyndar að velja 8 skyldmenni og 3 tengdaaðila sem hann yrði að þekkja *hehe*), pabba megin erum við tæplega 90 (þ.e. skv því sem við best vitum) og mömmu megin um 50 færri *hehe* NB þetta eru bara blóðskyldir einstaklingar (eða ættleiddir) engvir makar 🙂
Aníhú stefnan er ss 2 ættarmót á þessu ári *jeij* hitt verður sennilega ekki fyrr en seint á árinu þannig að það má velvera að ég láti ekki sjá mig þar 😛 EN það er bara kúl… og það skemmtilegasta er að þetta eru ss ættarmót báðumegin, pabbi & systkini hans + afkomendur og svo afkomendur langömmu eða var það langalangömmu í Ólafsvík 🙂
Pabbi var að dunda sér við það um helgina að skanna inn gamlar myndir… er búin að vera að fletta aðeins í gegnum þær.. OMG ég þekki ekki nema brot af fólkinu á myndunum, enda er sumt af þessu fólki LÖNGU farið… ömmu/afasystur og þessháttar.. en það er ekkert smá gaman að fletta í gengum þetta 🙂
sá m.a. að hann hafði skannað inn eina af mínum allra uppáhaldsmyndum!!
Afi & amma að leika við mig fyrir jólin ’79