Við skötuhjúin eyddum góðum tíma í gærkveldi í að ná í myndirnar af þessum 4 minniskortum sem við höfðum meðferðis til London 🙂 jájá dugir nokkuð annað en 2x 1gb, 1x 32mb og 1x256mb kort þegar maður fer svona á flakk… hvað þetta eru ekki nema 2gb og 288mb af minni fyrir 2 myndavélar… isss ekkert að þessu… samtals urðu myndirnar tæplega 900 fyrir 5 daga!!! auðvitað þá eru einhverjar skemmdar, einhverjar eins og svo framvegis… ætli það verði þá ekki um 600 til 700 myndir sem standa eftir þegar við erum búin að laga til í safninu 🙂
Næst á dagskrá er að blanda myndunum saman, samræma þær og endurnefna… svona þar sem snillingunum tókst ekki að fatta það að við þyrftum eiginlega að samræma klukkurnar í myndavélunum… það þýddi auðvitað það að myndirnar sem L tók á vélina sem hann var með eru ca 5-8 mín á undan mínum, hef ekki hugmynd um það hvor þeirra er rétt enda skiptir það engu máli. Þetta verður bara gaman 🙂
Ég á semsagt von á því að við getum gert það e-n næstu daga… þannig að gott fólk engar London myndir fyrr en sennilegast um helgina 😉 á allavegana ekki von á þeim fyrr 🙂
Ég er samt byrjuð á (fyrstu orðunum) ferðasögunni til þess að henda hingað inn… það verður soldið gaman að fara yfir það 🙂