Ó svo vel heppnaður og girnilegur möndlugrautur í hádeginu í dag <3
Sigurborg Ásta var algjör snillingur í hádeginu þar sem hún fann möndluna í sinni skál fljótlega eftir að við byrjuðum að borða. Hún var mjög lunkin við að fela hana í munninum og grunaði engann að hún væri sú sem feldi hana í munninum þegar við tókum síðustu sleikjurnar úr skálinni 🙂
Olli afi var eins, algjör snillingur að fela möndluna í munninum og ég man svo sterkt eftir því þegar ég var á aldur við Ásu Júlíu og við í Ólafsvíkinni um jólin. Vorum í mat hjá Guðmundu og Palla í Brautarholtinu og grautarskálin var alveg að verða búin en enginn búinn að uppljóstra því að mandlan væri fundinn og afi var aðal pepparinn í að láta okkur krakkana um að klára grautinn þrátt fyrir að allir væru á mörkum þess að springa eftir matinn.
Svo þegar allir voru að taka síðustu skeiðarnar úr sínum skálum þá kom frá afa nei sko hvað er nú þetta *hahah*