Ég fékk senda slóð áðan á fréttastofu í ammeríkunni…
Fréttin fjallar um litla stelpu sem er tæplega 2 ára gömul, hún fæddist án andlits.. rosalega sorglegt að sjá litlu dömuna svona… Höfuðið er ss aflagað, vantar 30 til 40% af andlitsbeinunum…. Ég sat hérna og las fréttina með tárin í augunum, vorkenndi þessari litlu stelpu svo ótrúlega mikið.
Ég hef aldrei heyrt um þessa sjúkdómsgreiningu áður, Treacher Collins Syndrome, en þessi litla stelpa er víst versta tilfelli greint með þetta syndrome.
Ég las fréttina og var heillengi að ákveða mig hvort ég ætti að horfa á fréttina og fá þ.a.l. að sjá stelpuna.. forvitnin var sterkari en hitt… ég sit hérna núna og reyni bara að halda aftur af tárunum, það er ekkert að þessu barni fyrir utan það að andlitið er verulega afskræmt, það vantar m.a. efrigóminn alveg og augntóftirnar *sad*
mig langar alveg ótrúlega mikið til þess að taka þetta frá henni, lítil börn eiga ekki að þurfa að ganga í gengum svona mikla erfiðleika, á innan við 2 árum er stelpan búin að gangast undir 14 aðgerðir!!! og læknarir segja að það þurfi um 30 til viðbótar til þess að “endurbyggja” andlitið.
Ég vona bara að þessi litla stelpa eigi eftir að geta átt nokkuð eðlilegt líf…
Ef þig langar að kíkja á fréttina þá skaltu smella hérna