seinheppin ég? Aldrei… þetta er samt bara smotterí 😉
Mér tókst að fljúga á hausinn í vinnunni fyrir rúmri viku. Sit enn uppi með þennan fagurlita marblett og brenglað hné þar sem ég datt beint á hnéið með fullum þunga.
Get varla stigið í fótinn án þess að verkja þannig að eftir smá spjall og tilraunastarfsemi hjá lækninum var ákveðið að senda mig í myndatöku til þess að útiloka brot og frekari skemmdir. Það sem kom út úr þeirri heimsókn á Rtg Domus var að ég er með slatta af vökva inni á hnéliðnum, blæðingu inn á vöðva framanvert í hnéinu sem er þekktur áverki meðal langstökkvara skilst mér og kallast “jumpers knee” – frekar fyndið en já ok.
Við ætlum að láta tímann vinna aðeins með þessu þannig að vonandi verður ekkert frekara vesen þegar vökvinn hefur minnkað og bólgan farin.