Skólakórinn (4-5bekkur) var með uppsetningu á söngleiknum “Annie” núna fyrir jólin og var Ása Júlía auðvitað þátttakandi þar 🙂
Við fengum að koma á “generalprufu” í dag en leikritið verður sýnt næstu daga fyrir aðra nemendur skólans.
Ása Júlía stóð sig vel sem Lilly, kærasta bróður “frú Hermínu” sem tók þátt í að reyna að stela Annie frá hinni ríku og góðu Vilhelmínu sem vildi ættleiða Annie.
Ásta Margrét vinkona Ásu var líka með eitt af aðal hlutverkunum og Hrafnhildur Steinunn frænka okkar fór með smá hlutverk einnig.
Þetta var virkilega vel heppnað hjá krökkunum og stóðu þau sig með prýði. Sérstaklega var gaman að sjá hvernig þau pössuðu upp á hvert annað þegar einhver var aaalveg við það að misstíga sig 😉