Í ár ákvað nýlegastofnað starfsmannafélag heilsugæslunnar að kjörið væri að halda jólaball!
Óhætt er að segja að þessi hugmynd hafi gjörsamlega slegið í gegn enda þurfti að færa jólaballið 2x þar sem aðsóknin var svo mikil!
Ég mætti að sjálfsögðu með krakkana mína – meiraðsegja Oliver mætti þrátt fyrir að þykjast vera full stór fyrir þetta en hann tók fullan þátt og passaði vel upp á systur sínar, þá sérstaklega þá yngri.
2 jólasveinar mættu á svæðið við mikla gleði yngri kynslóðarinnar og voru þeir svo sannarlega alvöru þeir Skyrgámur (með alvöru skyr í fötu sem hann bauð hverjum sem vildi að smakka á) og Kjetkrókur með ilmandi hangikjöt á priki – nei enginn fékk að smakka það en óhætt er að segja að ilmurinn flygdi honum hvert sem hann fór.
Krakkarnir voru svo leystir út með nammipoka og fékk hver fjölskylda einnig geisladisk með nýju íslensku jólasveinalögunum frá jolasveinninn.is