Flugferðin
Við lögðum semsagt af stað snemma á fimmtudagsmorguninn (20.jan). Dúlluðum okkur í fríhöfninni í smá tíma og keyptum nýja fína minniskortið í myndavélina mína (1gb).
Rétt fyrir kl 9 var kallað út í vél *jeij* allt að gerast. Flugið sjálft tók ekki nema rétt rúma 2 klst en vegna mikillar umferðar á flugvellinum þá þurftum við að hringsóla yfir London í um 45 mín.
Rakst á Sunnu vinkonu hennar Fanneyjar í flugvélinni… lítill heimur á ferðinni, reyndar voru þeir líka í sömu ferð Sveppi & félagar á leið að taka upp part af nýja þættinum skildist mér “fríkað úti”.Okkur tókst strax að finna lestarstöðina eða túbið og á réttu línuna (piccadilly) og alles (svaka klárt par þarna á ferðinni). Rugluðumst reyndar örlítið þegar við vorum að reyna að finna hótelið sem var NB eiginlega alveg við lestarstöðina… nokkurskref til vinstri… beygja fyrstu götu til vinstri og labba nokkur skref og þar beið okkar Hotel Mayflower.
Fengum ferlega sætt lítið herbergi á 3ju hæð… og ég meina PÍNUlítið. Við stoppuðum reyndar mjög stutt þar, eiginlega bara til þess að losa okkur við töskurnar héldum beint út til þess að fara í The British museum. Risa stórt safn með æðislegu bókasafni í miðjunni… vá ég hef barasta aldrei séð jafn mikið af bókum og í þessu herbergi… allavegana 3 hæðir af bókahillum, þá meina ég svona íbúðahæðir (ss um 2.4-2.7m á hæð).. þvílíka magnið af bókum!!! Allavegana við skoðuðum ýmsilegt í þessu safni, hluti allt frá gömlum leirkerum til múmía til gullmuna… ss allt mögulegt.. vorum líka heillengi þarna. Enda margt áhugavert að sjá
Enduðum kvöldið á að fara á svaka fínt steikhús sem SVIK voru búin að mæla með við okkur áður en við fórum af stað.
Á föstudeginum vorum við búin að bóka miða í Madame Tussaud’s vaxmyndasafnið. Þegar við mættum á lestarstöðina sáum við að það var allt TROÐIÐ af fólki, enda háannatími og allir á leið í vinnu. Við komumst þó með lestinni okkar á áfangastað þó svo að það hafi verið í hellings troðningi…
Madame Taussaud’s
Safnið var frábært!!! Ég hef aldrei upplifað annað eins.. vorum send beint í herbergi sem er kallað DIVA’s og þar voru m.a. Julia Roberts, Jennifer Lopez, Tom Cruse og Madonna. Í næsta herbergi sat George Clooney einn við svakalega fínt uppdekkað borð og beið eftir því að einhver fönguleg kona næði athyggli hans… og þær biðu auðvitað í röðum eftir að fá að setjast hjá honum… ég veit reyndar ekki hvort hann gekk út.. nennti ekki að fylgjast með því hvort einhver þeirra næði að heilla kyntröllið
Í herberginu sem kom þar á eftir var “Premiere Night” fullt af frægum leikurum sem voru á rauða dreglinum, m.a. Michael Jackson, Sylvester Stallone, Charlie Chapplin & Anthony Hopkins og fleiri… því miður var Marilyn upptekin í innkaupum í Harrods (Styttan af henni var víst lánuð til Harrods).
Þaðan var haldið í “World stage” en þar voru styttur af fólki sem er svona áberandi í ýmsum geirum, t.d. voru Bítlarnir þarna, Bush & Tony Blair, Saddam ofl… hey má ekki gleyma Betu frænku!!! Við endann á því herbergi var ein sú leiðinlegasta sýning sem ég hef séð… BOLLYWOOD!!! endalaust hvað þessi tónlist getur verið einhæf og leiðinleg sátum alltof lengi þar inni þar sem við fengum okkur smá hressingu á kaffihúsinu sem er þarna inni, Costa.
Næsta herbergi var mitt uppáhalds!!! “Chamber Live” maður byrjaði á því að fara inn í lítið herbergi þar sem var sýnt frá ýmsum aðferðum sem notaðar voru í gamladaga bæði til þess að pína fólk til þess að segja frá einhverju eða ef það hafði verið dæmt til dauða… frekar ógeðfellt. Inn af því var annað herbergi sem þurfti að borga sig sérstaklega inn í… újeah baby! þar inni voru leikarar í dulargerfum þekktra raðmorðingja! Auðvitað voru samasem engin ljós, bara rétt svona svo maður sæji hvert maður væri að fara. Ég get svo svarið það fyrsti gæjinn lagði mig í einelti… elti mig um þetta litla herbergi… svo þegar ég hélt að hann væri farinn þá hafði hann bara laumast hinu megin við mig og hvíslaði í eyrað á mér “I’m still here”… ég var í nettu hláturskasti þegar ég komst út og yfir í næsta herb… þar var einhver gæji sem lá á gólfinu í einhverjum krampakenndum hreyfingum… ekki alveg að skilja þann gæja… svo komum við inn gang og að mínu mati var það bara mjór gangur yfir í næsta herb. eða það hélt ég þar til ég fann að einhver var að blása aftan á hálsinn á mér… þvílíkur hrollur sem ég fékk og þegar ég leit við þá sá ég stelpu skjótast inn í e-ð skot svo að hún næði að fela sig fyrir næsta einstakling, þessi hrollur fylgdi mér sko það sem eftir var dagsins!!!! í síðasta herberginu leit allt voðalega sakleysislega út… komið meira ljós og fleiri styttur, meira um props… sá hliðið þar sem maður labbaði út úr þessu öllu saman og hélt bara í áttina að því. Alltí einu rýkur ein “styttan” upp og öskrar á mig, strunsar svo framhjá mér og segjir okkur að DRULLAST ÚT
það litla sem mér brá… Án gríns eins og mér finnst gaman að horfa á svona silly hrollvekjur þá brá mér all svakalega… eða eins og L sagði þá var það alveg þess virði að borga aukalega fyrir þetta herbergi BARA til þess að sjá mig öskra *heheh*
Ég er með það alveg á hreinu að restin af safninu var barasta “ekkert spes” eftir þetta… samt… sýningin í auditorium var ferlega flott… svona stjörnusýning einhver… svo var safnið eignlega búið… stytta af spiderman var þarna jú, og Collin Farrel í hlutverki Alexander (hann er bara peð ef þetta eru rétt hlutföll!). Hitti samt hann vin minn Benny Hill í lokin.. hann var þarna við útganginn að kveðja fólk (man hvað ég dýrkaði þættina hans þegar ég var lítil… á einhver þá á tölvutæku!!!?)
Big Ben & London Eye
Frá Vaxmyndasafninu var ákveðið að halda að Big Ben & London eye, þrátt fyrir að við vissum að það væri lokað… okkur langaði bara að sjá það Röltum þarna um nágrennið m.a. eftir Queens Walk meðfram Thimes ánni, að LondonEye. Stoppuðum svo á veitingastað sem heitir Whitehall og fengum okkur að borða… Ég efast stórlega um að ég eigi eftir að fara á þann stað aftur þar sem það fyrsta sem ég sá eftir að þjónustustúlkan var farin eftir að hafa tekið pöntunina okkar var MÚS á gólfinu!!! mér finnst það EKKI spennandi á veitingahúsi! *bjakk* kláruðum samt matinn okkar að mestu leiti.. en þangað fer ég ekki aftur!
Eftir hádegismatinn röltum við að næsta safni með smá stoppi fyrir utan girðingarnar við Downingstræti.. frekar fúlt að komast ekki nær Downingstræti 10.
Cabinet War Rooms
Safnið sem var næst á planinu heitir Cabinet War Rooms, og var annað safnið sem L vildi sérstaklega fara á Þegar við vorum rétt hálfnuð um safnið þá glumdi í hátalarakerfinu að allir ættu að koma sér út hið snarasta… finna næsta útgang og koma sér út! okkur brá nett við að heyra þetta en auðvitað fórum við eftir því sem sagt var í kerfinu… Þegar við vorum komin út á götu ásamt öllum hinum sem voru í húsinu komumst við að því að það hafði eitthvað viðvörunarkerfi farið í gang í húsinu og voru allir sendir út á meðan verið var að kanna bygginguna… eftir ca 10 mín bið kom í ljós að ekkert var að og fengum við að fara aftur inn (sumir reyndar fengu boðsmiða til þess að koma aftur síðar). Það var margt merkilegt að sjá þarna inni.. t.d. voru þetta vistarverur Churchills á stríðstímunum.. og rosalegt magt af gömlum munum (mér þykir alltaf rosalega gaman að skoða þannig…. sjá breytinguna/þróunina sem hefur orðið).
Piccadilly
Eftir safnið löbbuðum við upp að Trafalgar Square og yfir að Piccadilly Circus, þvílíka ljósashowið á Piccadilly. Fundum okkur veitingahús til þess að narta í kvöldmat og fengum okkur svo göngutúr um hverfið. Ég var eins og smákrakki sá eitthvað voða fínt skilti með blikkandi ljósum í hliðargötu út frá Piccadilly… jájá ég dró Leif að skoða fínu ljósin!!! Eftir smá stund kom reyndar í ljós að þessi “fínu ljós” tilheyrðu “herra” skemmtistað… jájá dansandi gellur á nærunum einum klæða voru á restinni af skiltinu *hehe* eftir því sem við gengum lengra upp götuna tókum við betur og betur eftir því að það voru nær eingöngu svona staðir þarna!!! Í anddyrinu á einum staðnum var m.a. gella sem var annsi gálulega klædd að reyna að lokka karlmenn inn á staðinn… *haha* Dagný snilli!!!
Leifur reyndar stóðst ekki mátið og fiskaði upp myndavélina til þess að taka mynd niður götuna… eftir að hafa smellt af labbaði frekar skuggalegur náungi upp að okkur og sagði annsi skýrt við Leif að hann ætti ekki að gera þetta… það væri ekki liðið, hann myndi sleppa í þetta sinn *obbobobbbbb* bara fyndin upplifun
Buckingham palace
Við tókum lestina að Westminister (aftur) og fórum núna í hina áttina.. löbbuðum að Westminister Abbey, rosalega flott kirkja.
Þaðan var ferðinni haldið að Buckingham Palace til þess að fylgjast með varðaskiptunum (jájá ekta túristar hér á ferð). Á leiðinni þangað fundum við bygginguna sem hýsir “New Scotland Yard” og auðvitað fína fína þríhyrninginn sem snýst. Þegar við komum að höllinni þá var strax farið að safnast saman slatti af fólki upp við girðinguna og það endaði auðvitað með því að ég sá ekki boffs við sjálf skiptin, þar sem ég er með troðningsfóbíu og meikaði ekki að vera þarna, lét Leif greyjið um það að troðast að girðingunni svo að við myndum allavegana eiga einhverjar myndir af þessu og auðvitað virkaði það *heheh* þetta var svaka flott allt.. jú auðvitað sá ég byrjunina þ.e. þegar “nýju” verðirnir voru að mæta á staðinn. Allur þessi prósess tók alveg rosalegan tíma… við gáfumst upp eftir um 40 mín! og þá var sko ekki allt búið…
Göngutúrinn langi
Vegna viðgerða var hluti af “túbinu” óvirkt yfir helgina og við sem vorum búin að finna út bestu lestarleiðina til þess að komast frá BP að Tower of London *ohwell* ákváðum þess í stað að labba frá BP að Trafalgar og þaðan að Tower of London… engin smá leið ég veit… en áhugaverð. Sáum ýmislegt sem við hefðum sennilegast ekki séð ef við hefðum ekki farið þessa leið. Stoppuðum m.a. í St. Pauls kirkjunni og fengum okkur að borða á stað sem heitir Ozzi’s eða e-ð þannig… *heh* Leifur ákvað að smakka Fish’n’Chips… ég verð að viðurkenna það að ég hef aldrei heyrt um SEIGAN fisk, hvernig er það hægt?!?!
Allavegana þá var þetta ótrúlega langur göngutúr en gaman að upplifa “City” á þennan máta… gengum t.d. inn í sjálfa London í gegnum borgarhliðið. Við gengum auðvitað yfir Tower Bridge og tókum hrúgu af myndum þar og til baka yfir London Bridge og þaðan upp á lestarstöð… Vá ég hef ALDREI verið svona þreytt, þegar við loksins komumst upp á hótel eftir að hafa þurft að bíða eftir þessari lest og skipta um lest á einhverjum öðrum stað til þess að komast á Earl’s Court var maður alveg uppgefinn.. og því miður engin sæti laus á leiðinni Við steinrotuðumst bæði tvö um leið og við komum heim á hótel.
Zizzi
Þegar við náðum LOKSINS að koma okkur á fætur þónokkru seinna um kvöldið ákváðum við að fara á veiginastað sem var bara í næstu götu.. sáum sko EKKI eftir því. Staðurinn heitir Zizzi og er ítalskur. Ég fékk mér alveg dásamlega pitzu og Leifur fékk sér kjúklingapasta með geitaosti sem hann var líka mjög sáttur við. Ákváðum eiginlega strax eftir matinn að við myndum sko fara þangað aftur áður en við færum út á flugvöll. *namminammi* mig langar þangað aftur núna
Sience Museum
Við löbbuðum frá hótelinu okkar að Sience museum… m.a. í gegnum Kensington park og fundum Royal Albert Hall & styttuna af hinum konunglega alberti líka sem var í KP. Hefði ekkert haft á móti því að fara á sýningu í RAH en uh fjárhagurinn var ekki alveg að gefa okkur grænt ljós á að eyða hátt í 50pundum x2 í miða fyrir okkur. Allavegana Við vorum alveg heillengi að skoða okkur um í Sience Museum.. enda rosalega margt að sjá frá ótrúlegustu tímabilum.. Ég var reyndar alveg ferlega hissa þegar við vorum að skoða gömul heimilistæki. Sá ég ekki örbylgjuofn sem var svotil ALVEG EINS og örrinn hérna heima á Framnesveginum!!!! bara aðeins öðruvísi takkaborð og skv skiltinu við hliðiná var hann frá árinu 1978 en mig minnir að ofninn hérna sé frá því 1981 eða 1982 og hefur ALDREI bilað! Sáum líka Appolo10 geimfarið.. dáldið spes að vera svona nálægt einhverju sem maður veit að hefur farið út í himinngeiminn.
Ég bókstaflega rak Leif út af safninu rúmlega 1 þar sem hann hafði áhuga á að fara að skoða Imperial War museum seinnipartinn… við hefðum alveg getað verið þarna í nokkra klukkutíma til viðbótar, auðveldlega!
Imerial War Museum & Kensingtonstreet
Lagði ekki alveg í það að fara með honum í IWM enda hefði ég haft nóg að gera við það að þurrka slef hjá honum þegar hann var að skoða skriðdrekann hans Monty. Leifur skemmti sér alveg stórvel við að skoða skriðdreka og önnur skotvopn og stríðstengt dót.
Á meðan fór ég í smá göngutúr og gluggaverslun eftir Kensingtonstreet… úff hvað ég var ekki að meika fólksfjöldann, þannig að ég kíkti inn í 2-3 búðir og ákvað svo að rölta bara heim á hótel… tók reyndar nokkrar vitlausar beygjur þannig að það voru farnar að renna á mig tvær grímur þegar ég loksins rak augun í fallegt skilti sem á stóð “Earls’ court this way ->” vá hvað ég var fegin *hahah* þessi hluti borgarinnar var nefnlega akkúrat EKKI á kortinu mínu, þannig að ég gat ekki bjargað mér með því.
dinner
Í þetta sinn gáfumst við upp fyrir hinu amerískaveldi… vorum eiginlega búin að ákveða að fara sko ekki á Burger King, M’donalds, Subway eða KFC. EN þar sem við vorum enn verulega þreytt eftir göngutúrinn langa plús góða loftið sem vill oft vera á svona söfnum þá ákváðum við að láta undan og fara á KFC sem var þarna beint á móti lestarstöðinni… *arg* that’s a shame!
Síðasti dagurinn
Dúlluðum okkur við að henda dótinu okkar ofaní töskur og njóta þess litla tíma sem við höfðum eftir af herberginu okkar… klára að hlaða batteríin og svona, alger óþarfi að verða betteríslaus á miðjum degi! Þurftum að vera farin út kl 11 og náðum að vera 5 á undan!!! fengum að láta geyma töskurnar okkar á hótelinu enda áttum við ekki flug fyrr en kl 10 um kvöldið.
Hyde Park & Oxford Street
Fórum í Hyde Park og fundum “speakers corner” og Marbel Arch, þaðan skelltum við okkur á Oxford Street eins og dæmigerðum Íslendingum sæmir kíktum aðeins inn í uppáhaldsbúðina H&M og þar verslaði daman e-ð smá… annars var deginum að mestu eytt í að rölta götuna, stoppa til þess að fá okkur snarl eða e-ð heitt að drekka þar sem það var pínu kalt í lofti.
Ég dró Leif inn í stóru stóru dótabúðina baaaaaara svo að ég gæti keypt mér Paddington bangsa *hah* ég er rugluð ég veit það, hann er bara svooo sætur.
Heimförin
Við stóðum við það að hafa síðasta dinnerinn á Zizzi, enda var það mjög notalegt… það eina sem ég hef út á þann stað að setja er að það er ekkert reyklaust svæði, en það kom ekki að sök í þetta skiptið, pirraði okkur reyndar pínu í fyrraskiptið en maturinn var bara svo góður að það gerði lítið til.
Þegar við vorum komin upp á flugvöll var okkur tilkynnt um klukkutíma seinkun á vélinni… great! Flugið var ss ekki fyrr en kl 11. Ég dreif mig í að hringja í múttu til þess að biðja hana um að hringja í bossinn til að fá “heimild” til þess að sofa yfir mig *haha* þar sem vélin lenti ekki fyrr en um 2leitið.
Niðurstaða:
Ferðin var yndisleg í heild sinni, myndi seint vilja breyta einhverju í sambandi við hana, það sem við náðum ekki að gera í þetta skipti getum við bara gert næst. Eins og t.d. að fara í London Eye.
Takk fyrir þessa yndislegu ferð elsku Leifur minn.
Við skötuhjúin með Tower Bridge í bakgrunni
Ég er að vinna í því að skrifa við myndirnar… vil ekki opna albúmið fyrr en ég er búin að skrifa við þær. Læt vita þegar þær verða opnaðar