Fyrir nokkrum vikum tókum við þá ákvörðun að lappa ekki frekar upp á Bláberið okkar.
Næstu skref voru þá að átta okkur á því hvað við vildum gera.
Við vorum búnin að ræða það einhverntíman að þegar að því kæmi að við endurnýjuðum bílaflota heimilisins þá værum við opin fyrir því að hafa “snattbílinn” rafmagnsbíl en aðal mætti alveg vera hybrid eða Twin eða hvað þetta kallast allt saman.
Úr varð því að við fórum að skoða rafmagnsbíla. Spjölluðum aðeins við vinafólk okkar sem á Nissan Leaf og eru gjörsamlega ástfangin af honum. Þau buðu okkur að taka sinn í smá prufurúnt og við viðurkennum það alveg að þeirra spjall kláraði söluræðuna alveg. Rafmagn skyldi vera orkugjafi næsta bíls.
Í dag gengum við svo frá kaupum á 1stk Nissan Leaf 2015 árg. Hann hefur þegar fengið nafnið Snjókornið enda skjannahvítur 🙂