Ég fór í gærkveldi í boði tengdó á jólafund hjá Zontaklúbbnum hennar. Svaka kósí staður sem farið var á, Golfskálinn á Seltjarnarnesi… alveg myrkur úti enda ekki til götuviti þarna og svo bara kertaljós og arineldur.. næsínæsí
Fengum alveg ofsalega fínan jólamat, eða hlaðborð eins og það heitir víst. Allskonar síld á boðstólunum (verst að mér finnst bara ekkert varið í hana), marenerað kjöt (sælgæti) og svo auðvitað klassísk skinka og svona ýmiskonar meðlæti… en þetta voru auðvitað bara forréttirnir því að í aðalrétt var Purusteik & innbakaður lambavöðvi einnig voða gott… ég er reyndar voðalega lítið hrifin af purunni þannig að ég skaut því út að mig vantaði diskinn hans Leifs til þess að puran færi nu ekki til spillis 😉 en því var fljótt reddað af Ingu *hehe* og í desert var Ris a la mande og þar sem þetta var svo stór hópur sem var þarna (milli 70 og 80 konur + einn strákur) þá voru þær svo sniðugar að hafa 3 möndlur í grautnum 😉 engin okkar fékk reyndar vinning en gaman að vera með!!!
Jóna Hrönn miðborgarprestur var einn af gestum kvöldsins og rosalega gaman að hlusta á hana.. hún er svo skemmtilegur fyrirlesari. Hún náði lika vel til hópsins. Svo kom Kristín Steinsdóttir og las upp úr nýju bókinni sinni… hún er líka alveg einstaklega skemmtilegur karakter… vel valdir gestir fannst mér.. allavegana náðu þær báðar til mín 🙂 held að ég geti alveg óhikað bætt bókinni hennar á listann minn, “Sólin sest að morgni” hún náði allavegana að gera þessa kafla sem hún las áhugaverða 🙂 man allavegana að ég dýrkaði “Franskbrauð með sultu” þegar ég var lítil, fannst þessi strákastelpa sem var aðalsöguhetjan alveg frábær (kannski afþví að ég var dáldill gaur sjálf).
Sonur einnar konunar í klúbbnum tók sig lika til ásamt ömmu sinni og söng nokkur lög við undirspil hennar… alveg hreint ágætis söngur hjá stráknum 🙂
Rétt áður en kvöldinu lauk var haldið happadrætti, Inga hafði keypt 10 miða sem hún skipti á milli mín, Evu, Sigurborgar, Sigurborgar og sín, Guðrún hafði aftur á móti keypt sjálf 4miða. Ég var sú eina sem fékk vinning *jeij* fékk voðalega fallega rauð kerti sem voru skreytt með málmpinnum, ekta jólajóla 😉
Takk fyrir kvöldið allar 🙂
ekkert smá notalegt.