Að þessu sögðu þá er þetta samt að hluta til lúmskt skemmtilegt. Ég er bara í 3 fögum sem eru mis krefjandi. 2 þeirra frekar krefjandi en það 3ja minna, er líka eiginlega meira svona “utanumhald utanum hópinn” ef ég get kallað það það?
Kennararnir eru líka misjafnir. Einn er mjög svo ótæknivæddur, hreinskilinn með það og er ekkert að kippa ser upp við það heldur sem gerir hann bara mannlegann í mínum huga. Vel uppsett efni frá honum sem gerir mér auðveldara fyrir að læra fyrir kúrsinn hans en það er yfirgripsmikið og kallar á mikinn tíma í að fylgjast með fyrirlestrum og lesa glósur. Ég er búin að taka 1 hlutapróf úr námsefninu hans og það gekk mjög vel.
Hinn krefjandi kennarinn er með Skjalastjórnun á sínum snærum og finnst mér það afskaplega áhugaverður kúrs. Amk fyrri hlutinn, undanfarið finnst mér hún vera að fara freeekar djúpt í málin sem gerir hann kannski meira fyrir þá sem eru í Upplýsingatæknifræðinni? ég veit það ekki.
Í þeim kúrsi þurfum við að vera í hópavinnu sem á ekkert súper vel við mig.
Erum búnar að skila 1 verkefni – áttum að vera 4 í hóp en enduðum 3 þar sem 1 var ekkert að ansa okkur, veit ekki alveg hvernig það á að virka. En við stóðum okkur ágætlega í þessu verkefni þrátt fyrir að vera hálf týndar að okkar mati.
Í þessum kúrsi er líka krafa um mætingarlotur sem er annars ekki, þetta eru 2 dagar eða réttara sagt 1x 1/2 dagur og 1x heill dagur þar sem við erum að heimsækja fyrirtæki og stofnanir og fá kynningu á skjalamálum þar við þetta bætist svo við 2 klst viðvera niðrí HÍ þar sem við erum að vinna að verkefnum tengdum heimsóknunum.
Við erum byrjaðar á seinna verkefninu sem tengist kúrsinum en það er skýrsla um skjalamál hjá einhverri stofnun eða fyrirtæki sem við fáum að velja sjálfar. Ein úr hópnum þekkir til starfsmanns á stofnuninni sem við ætlum að taka fyrir þannig að þetta verður svolítið spennandi. Verst er að við vitum lítið hvernig við eigum að snúa okkur í þessu 😛