það er alveg greinilegt…
Ég fór með mömmu í bæjinn áðan að kaupa afmælisgjöf handa Brögu frænku (TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN!!!) og þar var bara slatti af fólki í bænum… kíktum aðeins inn í mál & menningu… hefðum betur sleppt því… þvílíka örtröðin þar inni *jikes*
Ég er svo innilega ekki hrifin af svona stemningu að það er ekki fyndið… en mér finnst það svosem allt í fína lagi ef ég þarf ekki að gera neitt *heh* bara rölta um og skoða fólkið… svona eins og á þorláksmessu… þá er ég í 99.9% tilfella búin að öllu (nema að senda út jólapakkana) og þarf ekkert að stressa mig á neinu… þá nema bara að finna sæti á kaffihúsi til þess að geta keypt mér 1 bolla af heitu kakói
Allavegana það var hellings helling af fólki á Laugarveginum, sáum m.a. litla lúðrasveit að spila fyrir utan Gull & Silfur og svo voru jólasveinar á vappi þarna í kring… eru þeir ekki dáldið snemma á ferðinni ? hélt að það væru alveg 8 til 10 dagar í þá