Fyrr í haust fór mamma til læknis og óskaði eftir því að komast í brjóstamyndatöku þar sem blaðra sem hún fann fyrir ári síðan og átti skv öllu að “hverfa” með tímanum var enn til staðar.
Eftir þá myndatöku og sýnatöku hjá Krabbameinsfélaginu var ákveðið að fjarlægja blöðruna svo hún yrði ekki til ama fyrst hún hafði ekki látið segjast og horfið.
Í dag mættum við í viðtal hjá krabbameinslækni sem sér um svona blöðrufjarlægingar í brjósti. Hann sagði okkur frá því að í himnu blöðrunnar hefðu komið í ljós krabbameinsfrumur á algjöru frumstigi. Sem þýðir krabbi en samt ekki krabbi. Eða þetta vildi hann meina í viðtalinu. Hann lét mömmu vita að hún yrði kölluð inn innan 6vikna og í smá aðgerð yrði blöðrunni “skúbbað út” í það sem maður þekkir frekar sem fleygskurð. Hann vill meina að þegar mamma verður buin að jafna sig þá verði þetta bara búið.
Við krossum bara fingur og vonumst til þess að hún verði kölluð inn fyrr en síðar svo að bataferlinu ljúki sem fyrst af 🙂