Krabbameinsfélagið ákvað í ár að gefa öllum konum fæddum 1979 fría brjóstamyndatöku enda er það svo að árið sem maður verður 40 ára er fyrsta árið sem boðun í brjóstamyndatöku er almenn.
Ég pantaði mér tíma snemma í haust en tímasetningar henntuðu ekki fyrr en núna þannig að í dag nýtti ég fertugsgjöfina frá krabbameinsfélaginu – ekki það að èg hefði kíkt í heimsókn hvorteð er en samt!
Mér finnst svo sorglegt hvað það eru margar konur sem “sleppa” þessu því þetta sé “tilgangslaust” og svo frv – sama gildir um að mæta í strok úr leghálsi. Þetta er ekki tilgangslaust, þetta flokkast sem forvörn en er ekki greiningarferli sem slíkt. auðvitað er alltaf einhver sem fær boðun í endurkomnu og frekari rannsóknir en hvað ef sú hefði ekki mætt í þessi rútínutékk ? hefðu frumubreytingar þá etv greinst þegar viðkomandi var orðin veik? af tvennu illu myndi ég frekar vilja fá símtalið fyrr.