það er svo ótrúlega margt sem mér liggur á hjarta og langar til þess að tjá mig um… verst að ég hef ekki gefið mér tíma til þess að skrifa það niður og svo auðvitað þegar ég hef nokkrar mínútur þá man ég ekkert hvað það er því ver og miður…
Það er reyndar eitt sem ég sé betur og betur og það er að hversu mikilvægu hlutverki einn aðili getur gengt innan fjölskyldu… auðvitað hafa allir mikilvægt hlutverk innan hverrar fjölskyldu fyrir sig… en ég er bara að sjá hversu stórt hlutverk mamma mín gegnir… ég er alger mömmustelpa… reyndar alger pabbastelpa líka.. Undanfarið er ég bara að átta mig betur og betur á því hversu stórt hlutverk mamma hefur í mínu lífi, ekki það að ég hafi ekki vitað af því heldur bara ég er að uppgötva það aftur og það er gaman.
Mamma er sú sem ég get alltaf leitað til,
hún er sú sem maður fer að leita af ef hún er ekki heima (fáránlegt I know, bara stabíli punkturinn í mínu lífi),
hún er sú sem ég dáist að – það er svo margt sem hún hefur kynnst í gengum ævina, margt sem hún hefur prufað að gera, hvort sem það er vinnutengt eða hvað…
hún er sú sem mig langar að líkjast mest,
mamma mín er frábær í alla staði…
mamma er líka mannleg og gerir mistök eins og hver annar,
Takk fyrir að vera til elsku mamma mín.