Ég er komin með nýtt æði…
eða það er svosem ekkert nýtt… heldur nokkuð sem gerist ca á hverju ári, amk þar til ég lendi á einhverjum mínusi…
Það er nefnilega nokkuð sem “litla” frænka mín kallaði alltaf Vandavírur, þær fást aðallega seinni part árs… svona rétt fyrir jólin… ég og þú köllum þær yfirleitt Klementínur eða Mandarínur ég gæti borðað þær í öll mál… farið með kassa á dag auðveldlega… verst að maður verður svo kámugur á höndunum þegar maður er að afhýða þær… safinn úr hýðinu er e-ð svo ógeðslegur. Ég gæti borðað þær endalaust alveg þar til ég lendi á vondri Vandavíru.
Þetta orð yfir mandarínur varð til fyrir ca 15 -17 árum síðan þegar frænka mín sem í dag er 20 ára var í pössun heima og hana langaði svooooooo í Vandavíru… við skildum reyndar ekkert hvað hún var að tala um en svo náði daman að sýna okkur hvað hún væri eiginlega að tala um
jæja ég er allavegana búin með 3 síðan kl 11