Við áttum yndislegt vetrarfrí í Lundúnaborg.
Þar var fókusinn á krakkahópinn okkar <3 Ása Júlía eeeelskar Harry Potter bækurnar og var aðal tilgangur ferðarinnar að skella sér í Harry Potter safnið í úthverfi London.
Við vorum á hóteli sem heitir “Barry House” og er staðsett í 5mín göngufæri við Paddington lestarstöðina. Þetta var nú ekki alveg það besta hótel sem við höfum kynnst enn gerði sitt gagn – herbergið var hreint þrátt fyrir að vera orðið aðeins þreytt og staðsett upp í rjáfri 🙂 við fengum reyndar að velja milli 2 herbergja og kusum frekar að vera upp í rjáfri heldur en á 1 hæð og fá allan umganginn hjá hurðinni okkar.
Fyrsta daginn nýttum við í að kíkja í smá göngutúr um hverfið og niður á Oxford street þar sem við kíktum í Disney búðina og Hamleys, ég sver að stjörnurnar fara seint úr augum barnanna, þá sérstaklega stelpnanna.
Eftir að við höfðum eitt góðum klukkutíma í að skoða leikföng í Hamleys sagði Ása Júlía við pabba sinn “pabbi þetta er aaaalltof stór búð”… 5 sek síðar – “getum við komið aftur á morgun?!”
Á degi 2 var Harry Potter safnið á dagskrá. Við eyddum góðum tíma á safninu og hefðum auðveldlega getað verið enn lengur! enda margt að sjá og skoða. Krakkarnir nutu sín í botn og hika ég ekki við að mæla með að heimsækja safnið!
Við ákváðum á 3ja degi að kíkja í Sience Museum og var það mjög áhugavert. Það hafði þó breyst töluvert frá því að við Leifur heimsóttum það í janúar 2005. Við röltum svo um Chelsea hverfið og yfir að Buckingham höll og í gegnum St. James park áður en við héldum heim á ferð.
Á sunnudeginum fórum við svo og fylgdumst með lífvörðum drottningar marsera um. Þótt ekki allir hafi verið á því þá ýttu ókunnugir krökkunum fremst þannig að þau fengu að sjá allt showið með eigin augum. Svolítið sérstakt hvernig fullorðið fólk á það til að neita börnum sem er lærra í loftinu en það að standa fyrir framan sig – ekki eins og börnin verði fyrir. En hvað um það – Sigurborg var í öruggum höndum bróður síns voru öll 3 í sjónfæri við okkur Leif.
Oliver og Ása voru mjög spennt fyrir þessu öllu saman en Sigurborg Ásta var hrifnust af lögguhestunum 😉 Hún var líka svo heppin að rétt hjá hennar “stað” var lögreglukona á hestbaki 🙂
Leifur og Oliver kíktu svo á Imperial War Museum á meðan við stelpurnar röltum um, kíktum á kaffihús og í Primark þar sem stelpurnar nutu sín í botn við að fá að taka hverja (einhyrninga)flíkina á fætur annarri og mamma sagði bara “já”.
Við áttum svo flug heimað kvöldi mánudags. Krakkarnir vildu ólm fara aftur að skoða páfagaukana í Kensington gardens og eyddum við dágóðum tíma í að hæna fuglana að okkur.
Flugið heim gekk ótrúlega vel en við vorum öll ótrúlega þreytt við heimkomu – mikið var samt gott að sofna í eigin rúmmi.