Heima hjá mömmu er yndislegt box sem dagaði uppi hjá henni eftir að Þura amma dó.
Við mæðgur höfum báðar gramsað í því í gegnum árin til þess að ná okkur í tölur, stundum eru þær nægilega margar til þess að prýða heila fullorðinspeysu en oftar en ekki eru bara 2-3 stk af sömu týpu sem passa þá vel þegar ekki þarf margar. Nú fann ég reyndar ekki nógu margar á þessa Gilipeysu mína og þarf því að gera mér ferð við tækifæri í einhverja af dásamlegu prjónabúðunum hér í borg.
Þær voru samt nokkrar sem voru með 5 stk en þær bara pössuðu ekki við þessa fallegu peysu <3