Í dag spilaði Oliver æfingaleik ásamt félögum sínum í ÍR við Hauka.
Þetta var í fyrsta sinn sem sonurinn spilar á fullum velli, rangstaða, línuverðir 11 leikmenn á vellinum – lífið í 4.flokki er aðeins flóknara en áður var.
Það er líka hálf skrítið að hugsa til þess að það er ekkert “stórmót” framundan sem tekur frá manni langa helgi. Það eru jú leikir hér og þar í vetur í Reykjavíkurmótinu og svo í sumar er það Íslandsmeistaramót sem er svona einn hér og annar þar, hann gæti þurft að fara í dagsferðir til þess að spila.
Sundið hinsvegar verður með nokkur dagslöng mót og eitthvað af mótum sem spanna 2 daga og svo er það auðvitað AMÍ í sumar á Akureyri svo framarlega sem drengurinn nær einhverju af lágmörkunum fyrir það sem hann hefur reyndar ríflegan tíma fyrir eða alveg þar til í byrjun júní 2020 🙂