Ég hef lítið verið að tjá mig um það en ég dreif mig í nám nú á haustmánuðum í HÍ.
Svokallað diplomanám í Heilbrigðisgagnafræði sem er nýtt nám byggt á gömlum grunni Læknaritaranámsins í FÁ. Fyrsta sinn sem þetta er kennt núna og verður áhugavert að sjá hvað verður úr.
Í dag var komið að fyrsta lotudeginum, eða þetta var bara 1/2 dagur sem ég þurfti að vera á flandri tengdu skólanum og svo sitja í verkefnavinnu í 2tíma upp í HÍ.
Þetta er fyrri lota af 2 sem tengjast námi í skjalastjórnun og var mjög fróðlegt að sjá hvernig málunum er háttað á stærri stofnunum eins og í ljós kom þegar við heimsóttum Vesturhlíð sem er sjúkraskrársafn LSH.