Ég fór með mömmu og pabba í gær inn í blómaval þar sem þar var nokkuð í gangi sem þeir kalla Ljósakvöld. Þá slökkva þeir öll aðal ljósin og hafa bara kveikt á seríum, kertum og svona nokkrum auka ljósum sem gáfu ekki neitt rosalega sterka birtu frá sér.
Rosalega kósí að labba þarna um og skoða allt jóladótið… á svona stundu er einmitt mjög mikilvægt að vera vel á verði með peningaveskið sitt… passa að það sé ekkert sem freysti manns OF mikið… *haha* ég náði því amk *jeij*
Við rákumst á slatta af fólki en sem betur fer ekki of marga sem ma&pa kjöftuðu mikið við (þau eiga það nefnilega til að taka LANGAR kjaftatarnir við sumt fólk..). Hittum reyndar eina konu ásamt dóttur hennar sem bjuggu í Vogunum á sama tíma og við… ekkert smá óþægilegt að fólk sem maður veit ENGIN deili á hafi þekkt mann um leið og það sá mann… sá þetta fólk síðast þegar ég var ca 6ára, þabbarasona