vá það var aldeilis nóg um að vera eftir vinnu í gær…
Ég fór svotil beint eftir vinnu í opnunarhátíð á nýju húsnæði Sj.þjálfunar Garðabæjar svaka flott… vakti bara öfund hjá okkur í SR þar sem m.a. krakka herbergið er draumur… Haldnar voru smá ræður og boðið var uppá allskonar nasl… maður var samt að passa sig á því að narta ekki of mikið í það allt saman því að næsta skref var svo hið árlega jólahlaðboð SRG… Það var rosalega margt fólk sem mætti þarna, m.a. einhver ljósmyndari frá Garðabæjarfréttum *úbbósí* og auðvitað var hangikjetið mætt til þess að spila nokkur lög.. þarf að komast yfir textann af nýjasta laginu þeirra… enda var hann sér saminn fyrir það kvöld dáldið sniðugt lag.
Eftir að hafa sótt Leifinn minn fórum við heim til Gauta en þar átti jólahlaðborðið að vera.. fengum konu sem heitir Steinunn til þess að búa til matinn fyrir okkur… þvílíkur SNILLINGUR sem sú kona er… ég hefði getað borðað endalaust af þessum marineraða nautavöðva sem var í forrétt *sælgæti* sama gildir reyndar um kalkúnann sem var í aðalrétt.. úff ég var svo PAKK södd eftir kvöldið…
Við skötuhjúin ákváðum að stinga af um 1 leitið en þegar við vorum að keyra Eiðisgrandann sáum við bara allt fullt af blikkandi ljósum og reyk stíga upp frá JL húsinu… eins forvitinn og maður á að sér að vera þá gátum við eiginlega ekki sleppt því að kíkja á hasarinn… það eina sem kom upp í huga mér þegar ég kom niðureftir var klassísk lína sem Bessi Bjarnason átti í þáttunum “Fastir liðir eins og venjulega” sem btw mér þykja vera alger snilld
“það er að kveikna í
það er að brennaaaaa….”
Allavegana furðulegur endir á annars stórkostlegu kvöldi