Jæja það hafðist!
Sokka samprjónið hjá “ein slétt ein brugðin” hópnum á Facebook 2019 voru semsagt Hermione’s Everyday socks og flokkast sem mínir fyrstu fullkláruðu sokkar sem eru ekki ungbarna síðan í Hagaskóla en þá prjónaði ég klassíska ullarsokka með miiikilli hjálp frá mömmu 🙂
Munstrið gerir ótrúlega mikið fyrir þá þrátt fyrir að vera afskaplega einfalt – sem er stundum langbest! Ég á örugglega eftir að græja fleiri pör í framtíðinni 🙂
Garnið sem ég notaði er frá “frá Héraði” og heitir Sólblóm og svo það gráa er Fabel frá drops