Á sama tíma og mér finnst afskaplega leiðinlegt að sumarið sé yfirstaðið þá fagna ég því sem fylgir haustinu.
Rútína er nokkuð sem mér finnst frábær, eins gott og mér þykir að fá frí frá henni öðru hvoru.
Litir haustsins fylla mig gleði, alveg eins og á vorin þegar grasið og tréin fara að myndast við að grænka og blómin lifna við á nýjan leik. Það er eitthvað svo dásamlega fallegt við þessa rauðgulgrænbrúnutóna sem er svo fallegt.
Ég stend mig að því að taka myndir af litunum og á ótrúlegt magn mynda af laufblöðum í ýmsum litasamsetningum haustsins. Það er bara erfitt að langa ekki að fanga þessa litadýrð á “filmu”.