vá hvað dagurinn er búinn að vera eitthvað upptekinn!!!
byrjaði á því að fara upp í vinnu og prenta út hluta af jólakortunum.. jájá útvaldir fá pínu öðruvísi kort en allir hinir.. kemur bara í ljós hverjir það eru
næsta skref var að fara í heimsókn til Kristins Hauks og foreldra hans… þvílíka krúttið!!! hann er alger rúsína, hann er samt ekki eins mikið baby og BÓL var enda munaði næstum heilu Kg á þeim *hehe* en vá hvað strákurinn var sætur, maður fær bara alveg *KLING* (má víst ekki tala svona, fékk hótun áðan um að pillan yrði talin ofaní mig á næstunni).
Mér var reyndar boðið í afmæli til Kristjáns Más litla frænda en ég gaf mér ekki tíma til þess að mæta þangað, sendi mömmu bara í staðinn *haha*
Fór frekar í laufabrauð í Álfheimana til fjölskyldunar hans Leifs. Þar var svaka stemmari og næstum öll fjölskyldan mætt í laufabrauðsútskurð og jólahlaðborð. Rosalega næs, ég mætti reyndar ein því að karlinn var að læra fyrir draugaprófið sitt… hann kom svo í matinn.
Halldóra kom með eitt það fyndnasta “Halló” sem ég hef heyrt ever…
jæja ég ætla að koma mér í svefn svo ég nái að vakna í fyrramálið…
takk fyrir daginn allir