Nokkuð sem allir sem eru eitthvað í handavinnu (alveg sama hvernig) þekkja er það að reglustikur, málbönd, mælistikur eða hvað það er sem þú notar til þess að mæla það sem þú ert að gera hverfur!
hreinlega *púff* það er hvergi finnanlegt.
Ég hef reynt að venja mig á það að ef ég rekst á málband á þvælingi þá set ég það alltaf í aukahlutatöskuna mína sem tengist handavinnunni (þar leynast líka skæri, naglaþjalir, prjónamerki og nálar).