Nota strætó segja þeir…
Ég er búin að vinna kl 16:00 og frístundin lokar 17:00 …
Síðustu daga hef ég verið að koma heim eftir kl 17 þrátt fyrir að stoppa ekkert á leiðinni úr vinnunni og leggja jafnvel af stað á slaginu kl 16 …
Í gær tók það 50 mín að komast að Grensás og í dag var það 30m að komast frá Hofsvallagötu að hringtorginu við Þjóðarbókhlöðuna…
Þetta eru stopp sem alla jafna ættu að þýða max 30m ferð og max 15 mín. Sem betur fer var Olli heima og gat náð í systur sína fyir mig á tíma en það er bara vegna þess að hann er hálf lasinn og ég gaf honum frí á sundæfingum…
Lausnin er etv bara að skipta um vinnu og finna mér eitthvað nær heimilinu…