Við vinkonurnar fengum þá flugu í höfuðið í vor að bjóða eiginmönnunum sem allir fagna 40 árum út að borða í tilefni afmælanna þeirra.
Úr varð að fara á Reykjavík Meat og urðum við svo sannarlega ekki fyrir vonbrigðum þrátt fyrir dónaskap hóps sem hafði borðið á undan okkur (erum að tala um drykkjarskvett og munnsöfnuð í garð þjónanna).
Við fengum okkur öll afmælismatseðil staðarins sem innihélt 4 rétti sem varla er hægt að velja á milli hver væri bestur.
Leifur uppfærði sína steik reyndar í “betra” kjöt en báðar steikurnar voru þess eðlis að bráðna í munni.
Mæli hiklaust með að kíkja á Reykjavík Meat ef þú ert að leita að góðu kvöldi 🙂