jæja ég var aldeilis dugleg í gærkveldi *mont*
ég kláraði barasta öll jólakortin, skrifákort, skrifáumslag, sleikjaógeðslegtfrímerkiafþvíaðéggleymdifrímerkjableytipennanumívinnunni, finnasætajólalímmiðaoglímaþááumslög og svo er bara eftir að setja í póstinn *jeijfyrirþví* reyndar er ég aðeins að ýkja.. ég kláraði ekki alveg öll.. bara svona eignlega af því að ég á ekki frímerki sem gilda til Danaveldis og ég á ekki heldur frímerki sem gilda til ameríkunnar + það umslag er alltof þungt fyrir norm frímerki
Redda því eftir vinnu, þarf reyndar líka að klára að skrifa bréf til ameríkunnar… þýðir víst lítið að senda Ástu frænku bara jólakort… neinei hún vill bréf líka
[::Öppdeit::]
Haldiði ekki að dugnaðurinn hafi ekki bara haldið áfram…
skellti jólakortunum í póstkassann í hádeginu (þ.e. þeim sem fara hingað og þangað á Ísalandið góða)