í dag var afmælishátíð Seljaskóla en skólinn er víst jafnaldri okkar Leifs 🙂
Ýmislegt var hægt að bralla eins og t.d. að grilla brauð á “teini” eins og feðginin eru að gera á myndinni hér til hliðar. Ása Júlía og vinkonur stigu á svið með skólakórnum og sungu nokkur lög. Stelpur í unglingadeildinni sáu um andlitsmálingu, hoppukastalar og ýmislegt fleira. Gamlir nemendur sérstaklega boðnir velkomnir og boðið að skoða skólann.
Krökkunum fannst þetta æði og ekki síðra að fá bita af risastórri afmælisköku sem var í boði 🙂