merkilegt hvernig partý og svona skemmtilegir hlutir raðast niður á sama tímann…
t.d. í gær þá voru 2 skvísur að halda upp á útskriftirnar sínar… Hafrún & Rebekka 🙂
Ég fór fyrst inn í Grindavík í veisluna hennar Hafrúnar… þar var familían mætt (þ.e. sú sem er hérna á fyrir sunnan) og stuttu síðar mættu vinkonur hennar í veisluna. Ein þeirra kom reyndar með hóp af gæjum með sér sem áttu að syngja fyrir Stúdentinn og fíflast eitthvað smá… Þessi hópur var reyndar steggjapartý og átti steggurinn auðvitað að fara fyrir söngnum en raunin varð sú að þeir voru 4 eða 5 sem sungu fyrir hana jólalög með hmm breyttum texta. Þetta var alveg rosalega fyndið og skemmtilegt… Hafrún var alveg að kafna úr hlátri sem og auðvitað allir hinir sem fóru fram í andyri 🙂
Þetta var voðalega ljúf veisla, Takk fyrir mig Hafrún, Guðmunda & Palli 🙂
Myndirnar eru hrna 🙂
Við vorum komin í bæjinn um 9:30 og náði ég þá að plata Leif til þess að kíkja í veisluna hennar Rebekku á Grand Rokk… misstum reyndar af böndunum sem spiluðu fyrir hana sem og fría bjórnum (en Ómar var svo góður að gefa Leifi einn af þeim sem hann hafði “hamstrað”). Þetta var heljarinar partý og rosalega gaman að hitta alla nördana mína, Iðunni, Rebekku, Kristínu, Magga, Elmar, Hjalla, Ómar og alla hina 🙂 rétt um 11:30 færðum við okkur yfir á Celtic Cross en stoppuðum reyndar ekki lengi þar, heldur eltum nokkra yfir á Dubliners. Á leiðinni hittum við vini hans Leifs, þá Óla, Jökul & Sverri. Fyndið að blanda svona rækilega saman fólki 🙂 bara gaman að því samt.
Þetta var heljarinar kvöld… og ég held að mottóið sé… fríttáfengi = hættulegt!!!!
Takk fyrir mig Rebekka 🙂
myndirnar r Rebekkuveislu eru hrna