Það hefur staðið til í allt sumar að fara út í Viðey með starfsmannafélaginu í vinnunni hans Leifs. Bara verið að bíða eftir heppilegum degi!
Í dag var sumsé dagurinn og áttum við notalegt síðdegi í eyjunni fögru.
Hópnum var skipt upp og við selflutt í eyjuna af honum Jóni Svan og hann er alveg ótrúlegur – lét krakkana alla skiptast á að stýra á leiðinni yfir og það var ekkert smá mikið sport!
Einn af starfsmönnum Hnit starfaði í nokkur ár sem landvörður í eyjunni og gat því frætt okkur um ýmislegt í gamla bænum. Margir voru alveg heillaðir yfir því að Kúmenið ætti svona stutt eftir – eða ca 2 vikur og voru þónokkrir sem tóku samt með sér nesti 😉