Þar kom að því!
Við gáfumst upp á gamla sófagarminum okkar og splæstum í nýjan – hálfpartin afmælisgjöf frá okkur til okkar þar sem við eigum jú bæði stórafmæli í ár 😉 Þó svo að við værum búin að vera að skoða sófa undanfarið ár eða svo þá höfðum við ekki dottið niður á neinn sem okkur leist nógu vel á eða henntaði fjölskyldunni fyrr en nú í rauninni. Við settumst í sófann í Húsgagnahöllinni bara til þess að sjá hvernig hann væri og voilá við féllum fyrir honum. Hann er í stærra lagi fyrir stofuna en samt ekki – þar er nóg pláss! Næsta skref er eiginlega að endurnýja sjónvarpið og hillukerfið þar í kring…
Hálf skrítið að koma inn í stofu í morgun og þar var enginn sófi (eða jú hann var uppstaflaður þarna til hliðar). Skelltum honum inn á gefinsgrúbbur á Facebook og viti menn hann er á leiðinni á nýtt heimili á næstunni … hann er alveg nothæfur bara þreyttur!